page contents

Tour Dates

Sep24

Júníus Meyvant @ Bæjarbíó

Bæjarbíó, Hafnarfjörður

Júníus Meyvant kemur fram ásamt hljómsveit sinni í Bæjarbíói í Hafnarfirði föstudaginn 24. september.
Það eru að verða komin tvö ár síðan Júníus Meyvant hélt síðast tónleika hér á landi og spenningur Júníusar og hljómsveitar því gífurlega mikill að koma fram.
Um er að ræða 200 manna viðburð og verður því engin krafa um hraðpróf.

Undanfarna mánuði hefur Júníus Meyvant haldið sér uppteknum við að semja og taka upp nýtt efni en hann er nú tilbúinn með nýja plötu sem mun koma út á næsta ári og má búast við að nýtt efni verði frumflutt á þessum tónleikum.

Ekki missa af Júníusi Meyvant ásamt hljómsveit í hinum einstaka tónleikasal Bæjarbíós í Hafnarfirði föstudaginn 24. september.